Litabókin LEYNIGARÐUR er komin til landsins – en mun dvelja á hafnarbakkanum fram á fimmtudag. Þá keyrir bílafloti Bjarts niður á höfn, sækir góssið, og dreifir í verslanir landsins. Bókin verður vonandi fáanleg um allt land um helgina!
Litabækur fyrir fullorðna hafa slegið í gegn um veröld víða undanfarna mánuði – en Leynigarður eftir Johönnu Basford var bókin sem reið á vaðið og er lang söluhæsta fullorðinslitabókin til þessa. Hún hefur nú komið út í 37 löndum (36 segjum við á kápunni, en eitt land hefur bæst í hópinn síðan við sendum bókina í prentun.)
Það er unaðslegt að lita fallegar myndir Johönnu, fólk gleymir sér við að fegra síðurnar fallegum litum. Það er best að nota vel yddaða tréliti eða fínlega tússliti til að lita myndirnar.
Við hlökkum til að dreifa þessari!