Fimm stjörnu glæpasaga

Fréttir

Fimm stjörnu glæpasaga

Út er komin hjá Veröld spennusagan Auga fyrir auga eftir Roslund & Hellström
 
Dægurlagasöngvarinn John Schwarz er handtekinn eftir að hafa misþyrmt manni á ferju á leið frá Finnlandi til Svíþjóðar. Þegar lögreglan fer að grennslast fyrir um fortíð hans kemur í ljós að John lést á dauðadeild í fangelsi í Ohio í Bandaríkjunum allnokkrum árum fyrr.
 
Mögnuð saga um það hvernig þráin eftir því að sjá réttlætinu fullnægt getur leikið fólk. En umfram allt er Auga fyrir auga framúrskarandi spennusaga sem rígheldur lesandanum og kemur stöðugt á óvart.
 
Anders Roslund er fyrrverandi blaðamaður og Börge Hellström er fyrrverandi glæpamaður. Saman mynda þeir vinsælasta höfundatvíeyki Norðurlanda. Bók þeirra Ófreskjan hlaut Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin, og sögur þeirra eru tíðir gestir á metsölulista New York Times.
 
„Kraftmikil og margslungin.“ Guardian
 
„Spennuþrungin.“ Sunday Times
 
„Hrikalega spennandi og vel skrifuð glæpasaga.“ Aftonbladet
 
***** Jyllands-Posten
 
Auga fyrir auga er 473 blaðsíður að lengd. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Odda.


Eldri fréttir Nýrri fréttir