Steinþór Guðbjartsson skrifar um Skuggadreng í Mogga dagsins: Hrósar glæpasögunni og gefur þrjár og hálfa stjörnu. „Skuggadrengur er ágætis afþreying og fljótlesin. … Samfara framgangi við lausn gátunnar lýsir Carl-Johan Vallgren helstu persónum vel, tengingum og vandamálum sem þær eiga við að stríða.“ Hann segir að fléttan sé góð og hratt sé farið yfir sögu. Dóminn í heild sinni má lesa hér fyrir neðan, en fyrst vitnum við líka í erlenda pressu:
„Ég get sannarlega sagt að þetta er gæðakrimmi.“ – Vestmanlands Läns Tidning
„Carl-Johan Vallgren er svo góður sagnamaður, hún er stórkostlega skrifuð og laus við klisjur.“ – Dala-Demokraten
„Kemur skemmtilega á óvart, tilkomumikið byrjendaverk.“ – Dagens Nyheter
„Glæsilegt byrjandaverk!“ – Westdeutsche Rundfunk, Germany
Hliðarspor geymd en ekki gleymd – Morgunblaðið 18. júní 2015
Snemma kemur í ljós hver helsti vandinn er. Tengsl á réttum stöðum auðvelda að leysa gátuna en sambönd verða einnig til þess að gera fólki erfiðara fyrir. Hliðarspor eru geymd en ekki gleymd.
Skuggadrengur er ágætis afþreying og fljótlesin. Netið teygir sig víða en fljótlega er gefið til kynna hvar skórinn kreppir og eftir það er þetta ekki spurning um hverjir eiga helst hlut að máli heldur hvernig eigi að leysa málið.
Samfara framgangi við lausn gátunnar lýsir Carl-Johan Vallgren helstu persónum vel, tengingum og vandamálum sem þær eiga við að stríða. Fléttan er góð en samt er stundum farið frekar hratt yfir sögu.