Innsævi Ferdinands lofað

Fréttir

Innsævi Ferdinands lofað

„Alla jafna eru ljóðabækur knappar, snotrar og mikið í þær lagt. Innsævi slær allt þetta langt út með sín 37 ljóð, bókin er beinlínis fögur hvar sem á hana er litið, og efniviðurinn er lifandi og litríkur, en jafnframt tregafullur,“ segir bókmenntafræðingurinn Védís Skarphéðinsdóttir í dómi í Læknablaðinu um ljóðabókina Innsævi eftir Ferdinand Jónsson. Dóminn má lesa í heild sinni hér.

 

Védís segir erfitt að gera upp á milli ljóðanna en segist halda mest upp á Himbrima þessa stundina:

 

Himbrimi

á djúpu

vatni

fjallsins

bláa

fjarlægur

söngur

dimmur

fagur

sumar

nætur

hljóðar

lofar

lífið

góða

snertir

landið

hreina

eina


Eldri fréttir Nýrri fréttir