BEINT á toppinn! Fagnað að Bjarti!

Fréttir

BEINT á toppinn! Fagnað að Bjarti!

HÚN ER HORFIN – ótrúlega flott metsölubók eftir hina amerísku Gillian Flynn – rýkur beint á toppinn! Hún er í fyrsta sæti yfir mest og best seldu bækurnar í öllum flokkum, á metsölulista Eymundsson sem birtur var nú í morgun.

 
Bókin kom út hjá Bjarti, í þýðingu Bjarna Jónssonar, í síðustu viku. Hún fer því beint í toppsætið sína fyrstu viku á lista. 
 
Bókin hefur farið sannkallaða sigurför – setið á metsölulista NYT síðan hún kom út í Ameríku, rauk beint á toppinn þegar hún kom út í Bretlandi og rauk beint á toppinn þegar hún kom út í Noregi, en hún er væntanleg á næstu dögum og/eða vikum í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. 
 
Nú er fagnað að Bjarti! 
 
Við erum ekkert smá glöð! Því þetta er svo frábær bók.

Eldri fréttir Nýrri fréttir