Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur heldur námskeið um þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins í Endurmenntun Háskóla Íslands í apríl.
Og í sumar stendur Útivist fyrir gönguferðum um sögusvið bókanna vestur á fjörðum.
Útivist skipuleggur svo tvær ferðir í sumar, um söguslóðir bókanna:
Ísafjörður – Bolungarvík – Ísafjörður 20-21. júlí
Snæfjallaströnd – Jökulfirðir 22.-25. júlí