Hvernig ræðir maður það sem máli skiptir?

Fréttir

Hvernig ræðir maður það sem máli skiptir?

Út er komin hjá Veröld bókin Erfið samskipti eftir Douglas Stone, Bruce Patton og Sheilu Heen

Hvernig biður maður um launahækkun? Slítur löngu sambandi? Biðst afsökunar?

Daglega reynum við að sneiða hjá erfiðum samskiptum, bæði í einkalífi og starfi. Við forðumst að vekja máls á því sem okkur finnst óþægilegt. En oftar en ekki eru þetta þýðingarmestu samtölin sem við eigum.

Í þessari áhugaverðu bók er að finna aðgengilegar  og velígrundaðar leiðir til að taka þátt í erfiðum samtölum með það að markmiði að finna lausnir sem allir geta verið sáttir við.

Höfundarnir eru kennarar við Harvard-háskóla og hafa sérhæft sig í samskiptum, sáttaumleitunum og lausn deilumála. Jóhann G. Ásgrímsson þýddi.

Erfið samskipti er 258 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Ísafoldarprentsmiðju.


Eldri fréttir Nýrri fréttir