„HRIKALEGA SKEMMTILEG OG GAGNLEG BÓK.“

Fréttir

„HRIKALEGA SKEMMTILEG OG GAGNLEG BÓK.“

Út er komin hjá Veröld bókin Strákar eftir Bjarna Fritzson og Kristínu Tómasdóttur. Stundum er stuð að vera strákur en stundum er það bölvað óstuð.  Hvernig á maður að vera og hvernig á maður ekki að vera? 

Í þessari fróðlegu uppflettibók er fjallað um líf íslenskra stráka frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum: fjármál og fjölskyldan, stelpur og staðalímyndir, kynlíf og mataræði, tölvur og tilfinningar. 

Hér er með öðrum orðum að finna upplýsingar um allt það helsta sem strákar eru að kljást við í sínu daglega lífi. Textinn er í senn aðgengilegur, ágengur og einlægur.

Kristín Tómasdóttir hefur um árabil unnið að æskulýðsmálum og er höfundur þriggja metsölubóka fyrir unglingsstelpur. Bjarni Fritzson hefur lokið prófi í sálfræði, auk þess að vera atvinnumaður og þjálfari í handbolta – og m.a. leikið með íslenska landsliðinu.

„Stórskemmtileg bók fyrir stráka.“ – Ari Eldjárn, grínisti

„Hrikalega skemmtileg og gagnleg bók. Skyldueign fyrir alla stráka.“ – Aron Pálmarsson, handboltastrákur

Strákar er 235 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði kápu. Bókin er prentuð í Odda. 


Eldri fréttir Nýrri fréttir