Hið íslenska glæpafélag heldur árlegt glæpakvöld á Bast, Hverfisgötu 20 (skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu) fimmtudaginn 21. nóvember. Meðal annars les Ragnar Jónasson úr glæpasögu sinni Andköf.
Húsið opnar klukkan 19.30 með glæpadjassi Edda Lár og félaga, viskíkynningu og tilboðum á barnum en lesturinn hefst um klukkan 20.00.
Eftirtaldir höfundar lesa úr nefndum verkum sínum, auk Ragnars Jónassonar: Hermann Jóhannesson, Olnbogavík, Jón Óttar Ólafsson, Hlustað, Óttar M. Norðfjörð. Blóð hraustra manna, Ragnar Jónasson, Andköf, Sólveig Pálsdóttir, Hinir réttlátu, Sverrir Berg, Drekinn.
Að auki koma fram þrír erlendir höfundar og lesa: Ann Cleeves og Quentin Bates frá Englandi, Jorn Lier Horst frá Noregi.