Út er komin hjá Veröld metsölubókin Lítil tilraun til betra lífs – Leynileg dagbók Hendriks Groen, 83 ¼ ára. Þó að Hendrik Groen sé orðinn gamall maður er hann langt í frá dauður úr öllum æðum. Og hann hefur engan áhuga á að þessu fari að ljúka. Tæknilega séð er hann gamalmenni – en þarf það endilega að þýða að lífið eigi einungis að snúast um að drekka kaffi og bíða eftir sínum hinsta degi?
Í leynilega dagbók sína skrifar hann af einlægni um uppreisn vinahópsins á elliheimilinu gegn ríkjandi kerfi og kostulega uppákomur – en einnig sára depurð og nístandi sorg sem fylgir hrörnun líkama og sálar.
Bókin sló rækilega í gegn í Hollandi þegar hún kom út, sat mánuðum saman á metsölulistum og er nú væntanleg á hátt í þrjátíu tungumálum.
****
„Heillandi og bráðfyndin.“
Leeuwarder Courant
„Hendrik Groen er hetja sem yljar manni um hjartaræturnar.“
Trouw
„Fyndin, sorgleg og á stundum átakanleg.“
Het Parool
„Ég fékk tár í augun – ég hló svo mikið. Brosið hvarf ekki af mér í þrjá daga eftir að ég lauk við bókina.“
Ouderenjournaal
Lítil tilraun til betra lífs er 345 blaðsíður að lengd. Ragna Sigurðardóttir þýddi. Bókin er prentuð í Odda.