Guðni fær fjórar stjörnur

Fréttir

Guðni fær fjórar stjörnur

Guðni – Léttur í lund eftir Guðna Ágústsson fær fjórar stjörnur í DV hjá Reyni Traustasyni. Hann segir að Guðni sé  einhver litríkasti og skemmtilegasti stjórnmálamaður á síðari tímum og óhætt að staðhæfa að honum takist vel upp í bókinni. „Hvað eftir annað skell­ir lesandinn upp úr við lestur ör­sagnanna sem sumar hverjar eru djarfar en þó ekki meiðandi. Í niðurlagi umsagnar Reynis segir: „Það er auðvitað ekki sama að hlusta á Guðna flytja gamanmál og lesa um sama efni. Guðni er eng­um líkur þegar hann beitir bassarödd sinni með þrautþjálfum hætti. Þá hlustar þjóðin. Nú er komið á daginn að hann kann líka að beita pennanum. Sögur hans eru margar hverjar óborganlegar. Það verður víða hlegið um þessi jól.“


Eldri fréttir Nýrri fréttir