Gleðilegt hár eftir Írsi Sveinsdóttur er væntanleg í verslanir á næstu dögum. Í bókinni er að finna mikilvæg ráð og gagnlegar leiðbeiningar um hvernig þú getur fundið réttu greiðsluna sem hentar þínu andlitsfalli og þinni hárgerð. Og hvernig þú getur leikið þér með áferð og liti til að ná fram því sem þú óskar. Megináherslan er þó lögð á flottar hárgreiðslur fyrir öll tækifæri og allar hársíddir – ekki síst stutt hár. Á meðan við bíðum eftir bókinni getur hér að líta myndband með einni af greiðslunum í henni!