Heppnir áskrifendur vinna HÚN ER HORFIN! Kápuhönnuðurinn steig til hliðar.

Fréttir

Heppnir áskrifendur vinna HÚN ER HORFIN! Kápuhönnuðurinn steig til hliðar.

Greiningardeildin er sem LÖMUÐ eftir ótrúlega þátttöku í lukkupotti til að vinna hina frábæru spennusögu HÚN ER HORFIN eftir Gillian Flynn. Hundruðir tóku þátt! Fulltrúi sýslumanns og fulltrúi Bjarts hafa nú dregið upp úr hattinum … verða veitt fern verðlaun, í tilefni dagsins! 

Sérstök hraðaverðlaun vinnur Embla Vigfúsdóttir fyrir að vera laaaaangfyrst til að svara, í raun svaraði hún áður en Bjartur hafði áttað sig á að skeytið hefði verið sent út.

Það er gaman að segja frá því að kápuhönnuðurinn Ólafur Kristjánsson tók þátt í lukkupottinum og nafn hans var dregið upp úr hattinum! En þar sem hann á eintak af bókinni, raunar tvö, steig hann til hliðar. 

Hinir þrír heppnu sem vinna eintak af hinni frábæru spennusögu Hún er horfin eru … 

Björn Valdimarsson

Berta Guðsteinsdóttir og

Guðrún Þorkelsdóttir!

 

Til hamingju! Verðlaunin má nálgast hjá okkur á Bræðraborgarstíg 9! (Eða hafið samband og við höfum einhver ráð!)

 

Að gefnu tilefni skal taka fram að myndin er af hönnuðinum. Ekki fulltrúa sýslumanns.


Eldri fréttir Nýrri fréttir