Góð bók eftir áhugaverðan höfund

dagur dómur eldhafið Fréttir

Góð bók eftir áhugaverðan höfund

 

„Fórnarlömb greddunnar eða líf í Svartfjallalandi,“ er yfirskrift ritdóms Ólínu Þorvarðardóttur um smásagnasafn Dags Hjartarsonar, Eldhafið yfir okkur, í DV í dag. Hún gefur Degi þrjár og hálfa stjörnu og segir Dag skáld sem eigi erindi.

Segja má að helstu persónur smásagnasafnsins Eldhafið yfir okkur eftir Dag Hjartar- son, sem bókaútgáfan Bjartur gaf út fyrr á þessu ári, séu á sinn hátt „fórnarlömb sömu ómerkilegu greddunnar“ sem frá er sagt í einni af sögum bókarinnar (115) og er kannski einkenni okkar tíma, þótt verið hafi viðfangsefni bókmenntanna í margbreytilegum myndum um aldir.

Samt er ekkert „ómerkilegt“ við þessa bók eða viðfangsefni hennar. Engar klisjur eða hjakk, heldur raunveruleg – og á ýmsan hátt fersk – tilraun til þess að takast á við afmörkuð, áleitin málefni úr samtímanum. Sögurnar hafa mismikið vægi hvað þetta varðar, sumar eru svolítið ungæðislegar og óslípaðar, en aðr- ar fágaðri og þyngri á metum. Engu að síður er ljóst að fram er kominn efnilegur rithöfundur sem fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þróast.

Einlægur yfirlætislaus tónn

Ungskáldið Dagur Hjartarson hefur þegar vakið athygli fyrir sín fyrstu spor á ritvellinum. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar á síðasta ári fyrir ljóðahandrit sitt Þar sem vindarnir hvílast, og fleiri einlæg ljóð. Augljóst er af þessari bók að Dagur á fullt erindi inn á bókmenntasviðið. Hann kann vel til verka við ritsmíðar, enda hefur hann numið bókmennta- fræði og ritlist, og verður ekki betur séð en að þessi bók sé ágætis vottur um gagnsemi þeirrar undirstöðu. Þó er þakkarverðara að sjá að honum liggur ýmislegt á hjarta varðandi mennskuna, samskipti fólks og mörkin milli einstaklinga. Þá má greina í bókinni einhvern einlægan, yfirlætislausan tón sem talar beint til lesandans og laðar hann að söguþræðinum.

Í bókinni eru þrettán smásögur. Allar fjalla þær á einhvern hátt um yfirgang og sambandsleysi, fórnir og undirgefni, nánd og fjar- lægð milli fólks óháð vegalengdum. Tekist er á við ofbeldi í víðum skiln- ingi. Hvaða áhrif og afleiðingar hef- ur það að þröngva sér inn í líf fólks, hugskot þess eða líkama? Hugtakið „nauðgun“ fær hér margvísandi skírskotun eins og sjá má af fyrstu og síðustu sögum bókarinnar, sem kallast haganlega á hvað það varðar. Í þeim, eins og raunar flestum sögun- um, er lesandinn sjálfur kallaður til samstarfs við höfundinn. Undir hinni skrifuðu atburðarás felst önn- ur saga sem ekki er sögð berum orð- um en lesandinn skynjar og skapar að verulegu leyti sjálfur. Þannig lað- ar höfundur lesandann til liðs við sig og nýtir ímyndunarafl hans til þess að kalla fram marglaga frásögn, þar sem fleira gerist en það sem sagt er.

Forgarður helvítis

Stílbrögð eru yfirlætislaus en á köflum kunnáttusamleg, þó svo að höfundur eigi trúlega eftir að slípa þau og þróa betur. Hann notast við hefð- bundið táknsæi, án þess að ofhlaða eða torvelda lesandanum um of eigin uppgötvanir um mannseðlið og mannlega hegðun. Gulur hundur í bandi er mynd sem kallast á við konu í gulum kjól. Hringur þrengir að fingri og segir sína sögu um sam- band tveggja einstaklinga. Gjósandi eldfjall sem speglast í augum undir svörtum snjó af gosösku kallar fram hugrenningatengsl við ofsa og eyði- leggingaröfl í sjálfri manneskjunni, frumhvatirnar í heimi sem kannski er bara „forgarður helvítis“ (101). Þannig beitir höfundur óhikað hæfilega skýrum táknmyndum til áhersluauka þess sem hann vildi sagt hafa, og tekst það oftast vel.

 

Niðurstaða: Góð bók eftir áhugaverðan höfund sem vafalaust á eftir auðga íslenskt bókmenntalíf á komandi árum. 

Ólína Þorvarðardóttir skrifar í DV, 22. nóvember 2013


Eldri fréttir Nýrri fréttir