Gagnrýnandi Sydsvenskan má vart mæla af hrifningu!

Fréttir

Gagnrýnandi Sydsvenskan má vart mæla af hrifningu!

Jón Kalman Stefánsson er nýkominn heim úr opinberri heimsókn til Svíþjóðar (eða þannig). Fiskarnir hafa enga fætur er nýkomin út í sænskri þýðingu Johns Swedenmark, og sænski útgefeandinn Svante Weyle bauð íslenska skáldinu í reisu til að kynna bókina. Þeir Svante og Jón Kalman tróðu upp vítt og breitt um hið stóra ríki Svíakonungs, og í eitt skipti, í Kulturhúsinu í Stokkhólmi, slóst hið mikla skáld P.O. Enquist í lið með þeim … en Jón Kalman er einmitt handhafi virðulegra verðlauna sem kennd eru við hann.

Dómur um Fiskarnir hafa enga fætur birtist í Sydsvenskan í morgun, og má í stuttu máli segja að gagnrýnandinn sé grátklökkur af hrifningu! „Stefánssons prosa gör himlen högre, natten klarare, hjärtat vidare,“ segir í Sydsvenskan og maður þarf ekki að tala sænsku til að skilja þessa hrifningu, sem hrífur hreinlega með sér! „En sådan litteratur som får livet att spira är tveklöst värd en och annan lös skruv.“


Eldri fréttir Nýrri fréttir