Britt-Marie var hér

Fréttir

Britt-Marie var hér

Út er komin hjá Veröld bókin Britt-Marie var hér eftir Fredrik Backman, höfund Maður sem heitir Ove. Eftir 40 ára hamingjusnautt hjónaband leitar Britt-Marie út á vinnumarkaðinn. Umfangsmikil þekking hennar á skipulagi og snyrtimennsku í heimilishaldi, smámunasemi og þrjóska eru veganestið út í kaldan veruleikann í niðurníddu úthverfi þar sem hún fær starf á frístundaheimili fyrir börn og unglinga.

Fjarri þægindaramma sínum tekst Britt-Marie á við sérkennileg viðfangsefni í þessu framandi samfélagi og byrjar nýtt líf sem tekur óvænta stefnu.

Ný og grátbrosleg saga eftir höfund Maður sem heitir Ove.

„Þú munt hvað eftir annað hlæja upphátt við lesturinn, finna fyrir hlýju og stöku tár munu falla á blaðsíðurnar.“
Hemmets Veckotidning

„Skemmtileg, hjartnæm, sniðug og hreint út sagt dásamleg saga.“
Bokboxen

„Maður getur ekki hætt að lesa, grípandi saga af bestu gerð.“
Västerbottens kuriren

Britt-Marie var hér er 413 blaðsíður að lengd. Jón Daníelsson þýddi, Nils Olsson hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Odda.


Eldri fréttir Nýrri fréttir