Þau stórtíðindi hafa gerst að tveir Bjartshöfundar eru meðal fimmtán höfunda sem tilnefndir eru til hinna virtu Independent verðlauna. Rúv greindi frá þessu í síðstu viku. Hinn öflugi fréttamiðill Bjarts tjáir sig ekki um ástæður seinagangs í fréttaflutningi hér á síðunni, en bendir á tæknistjórann.
Stórblaðið Independent veitir árlega verðlaun fyrir bestu þýddu skáldsöguna. Það eru Rigning í nóvember eftir Auði Övu (Pushkin Press) og Harmur englanna eftir Jón Kalman (MacLehose Press) sem komast í þennan eftirstótta hóp tilnefndra höfunda.
Til gamans má get að Bjartur á þrjá höfunda til viðbóta á Independent-listanum, en bækur eftir Javíer Marías og Yoko Ogawa hafa komið út í neon-bókaflokknum. Og bók eftir Hiromi Kawakami er væntanleg.
Nú: Nýjasti neon-höfundurinn, Elif Shafak, var tilnefnd til þessara verðlauna árin 2005 og 2007 – og sat í dómnefndinni í fyrra.
Svo við hikum ekki við að kalla þetta:Bestu bókmenntaverðlaun í heimi.
Hér er nánar fjallað um bækurnar fimmtán.
Og hér má ganga í þennan stórmerkilega bókaklúbb … sem sumir kalla besta bókaklúbb í heimi!