Auður Ava og Jón Kalman tilnefnd til virtra verðlauna! Independent Foreign Ficiton Prize.

Fréttir

Auður Ava og Jón Kalman tilnefnd til virtra verðlauna! Independent Foreign Ficiton Prize.

Þau stórtíðindi hafa gerst að tveir Bjartshöfundar eru meðal fimmtán höfunda sem tilnefndir eru til hinna virtu Independent verðlauna. Rúv greindi frá þessu í síðstu viku. Hinn öflugi fréttamiðill Bjarts tjáir sig ekki um ástæður seinagangs í fréttaflutningi hér á síðunni, en bendir á tæknistjórann.

Stórblaðið Independent veitir árlega verðlaun fyrir bestu þýddu skáldsöguna. Það eru Rigning í nóvember eftir Auði Övu (Pushkin Press) og Harmur englanna eftir Jón Kalman (MacLehose Press) sem komast í þennan eftirstótta hóp tilnefndra höfunda.

Til gamans má get að Bjartur á þrjá höfunda til viðbóta á Independent-listanum, en bækur eftir Javíer Marías og Yoko Ogawa hafa komið út í neon-bókaflokknum. Og bók eftir Hiromi Kawakami er væntanleg. 

Nú: Nýjasti neon-höfundurinn, Elif Shafak, var tilnefnd til þessara verðlauna árin 2005 og 2007 – og sat í dómnefndinni í fyrra.

Svo við hikum ekki við að kalla þetta:Bestu bókmenntaverðlaun í heimi.

Hér er nánar fjallað um bækurnar fimmtán.

Og hér má ganga í þennan stórmerkilega bókaklúbb … sem sumir kalla besta bókaklúbb í heimi!

 

 

Jón Kalman Stefánsson

 


Eldri fréttir Nýrri fréttir