Elly Vilhjálms var ein dáðasta söngkona þjóðarinnar og list hennar tengist því besta í íslenskri dægurtónlist. Margrét Blöndal skrifaði af alkunnri snilld ævisögu hennar fyrir nokkrum árum og á bók hennar byggist söngleikurinn vinsæli í Borgarleikhúsinu. Bjartur tók sig til og endurútgaf bókina í kilju en þar er varpað ljósi á það hver þessi kona var sem heillaði karlmenn á skemmtistöðum og vakti afprýðisemi kvenna, gekk þrisvar í hjónaband, drakk forboðið snákablóð og smyglaði sögufrægum apa ti Íslands. Svo fátt eitt sé nefnt.
Margrét Blöndal segir hér heillandi sögu af konu sem bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga, konu sem aldrei gafst upp og var sjálfstæð til hinsta dags.