Ekkert sem ekki gæti gerst í raunveruleikanum

Fréttir

Ekkert sem ekki gæti gerst í raunveruleikanum

Jón Óttar Ólafsson, hinn nýi glæpahöfundur Bjarts, var í stóru viðtali í sunnudagsblaði Moggans. „Það er ekkert í þessari bók sem ekki gæti gerst í raunveruleikanum,“ sagði Jón Óttar meðal annars, í þessu ágæta viðtali sem Orri Páll Ormarsson tók.

Jón Óttar lýsir fyrstu kynnum sínum af Bjarti svo:

Dag einn rölti ókunnugur maður (það er hann, Jón Óttar, innskot ritstjóra Bjarts.is) inn á skrifstofu bókaforlagsins Bjarts í Reykjavík og mælti stundarhátt yfir hópinn: „Ég er með hugmynd að bók!“ Guðrún Vilmundardóttir bókmenntafræðingur brást strax við og bauð manninum til sætis. Spjölluðu þau saman í drykklanga stund.

Um var að ræða glæpasögu og það vakti forvitni Guðrúnar að maðurinn, Jón Óttar Ólafsson, var ekki aðeins starfandi lögreglumaður heldur jafnframt með doktorspróf í afbrotafræði. Hann hlyti þar af leiðandi að hafa forsendur til að nálgast efnið. Hvatti Guðrún hann til að ljúka verkinu. Skömmu síðar lá samningur á borðinu.

Það er hægt að taka undir orð Jóns Óttars um bókina … það er ekkert í þessu viðtali sem ekki gæti gerst í raunveruleikanum! Kannski gerist það sjaldnar en ritstjórar Bjarts (og upprennandi höfundar?) myndu óska sér … að fólk sveifli sér inn af götunni með svona gífurlega heillandi hugmynd sem slær í gegn. En það gerist!

 

Jón Óttar í sunnudagsmogga

 

Hlustað - væntanleg!

 

 


Eldri fréttir Nýrri fréttir