Fögnum Heimsendi á morgun!

Fréttir

Fögnum Heimsendi á morgun!

Á morgun, miðvikudag, kemur út ný ljóðabók eftir nýtt skáld. Glænýtt Reykjavíkurskáld.

Heimsendir fylgir þér alla ævi er fyrsta ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur. Hún býður vinum, vandamönnum og öllum ljóðaunnendum  að fagna útgáfunni með sér í Eymundsson, Austurstræti, klukkan 17 á morgun. 

Dagskráin er ekki af verri endanum – og passið nú að lesa hana örugglega alveg til enda!

Höfundur les nokkur ljóð úr bókinni.

Tónlistarkonurnar Adda og Lay Low leika hvor um sig vel valið lag af komandi plötum sínum og Hljómsveitin Eva tekur nýja lagið. 

Formaður Lions klúbbs Reykjavíkur og nágrennis flytur ávarp að tilefninu og stúlknakór Háteigskirkju tekur syrpu í lokin. 

Síðasta tvennt er plat, en komið samt því hér verður vín og gos og gott tilefni til að halda uppá lífið og tilveruna. 

Sjáumst!


Eldri fréttir Nýrri fréttir