Vörubílar Bjarts eru lagðir af stað með dýrmætan farm! Eitthvað á stærð við alheiminn, ný skáldsaga eftir Jón Kalman Stefánsson, er á leiðinni í verslanir, en bókin kemur út á morgun, miðvikudaginn 21. október.
Hér lýkur ættarsögunni sem hófst í bókinni Fiskarnir hafa enga fætur (2013). Sagt er frá ástinni, sem er í senn fórn og jafnvægislist, frá lífi og dauða, krepptum hnefa og Elvis Presley sem kann að opna hjörtun.