
Út er komið hjá Veröld ljóðaúrvalið Sunnudagsbíltúr eftir Ásdísi Óladóttur. Árið 1995 sendi Ásdís frá sér sína fyrstu ljóðabók og í tilefni af tuttugu ára skáldafmæli hennar er nú gefið út úrval úr sjö ljóðabókum hennar. Bækurnar eru um margt ólíkar en bera allar vott um sérstaka og djúpstæða skynjun Ásdísar á veruleikanum.
„Rödd Ásdísar Óladóttur er einstök í ljóðaheiminum, hún er bæði frumleg, heit og litrík.“ – Vigdís Grímsdóttir
Útgáfu bókarinnar verður fagnað laugardaginn 17. október kl. 17 í Iðu Zimsen Vesturgötu 2a. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir ljóðaunnendur velkomnir.
Sunnudagsbíltúr er 143 blaðsíður að lengd. Ólafur Unnar Kristjánsson hannaði kápu, Eyjólfur Jónsson hannaði innsíður og braut um. Bókin er prentuð hjá Leturprenti.