Tilnefnt var til íslensku bókmenntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands á fullveldisdaginn, 1. desember.
Fimmtán bækur eru tilnefndar: Fimm í flokki fagurbókmennta. Fimm í flokki fræða- og almenns efnis. og fimm í flokki barnabóka.
Tveir Bjartshöfundar hlutu tilnefningu í ár, í flokki fagurbókmennta.
Eiríkur Guðmundsson fyrir skáldsöguna 1983.
Jón Kalman Stefánsson fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur.
Bjartur, sem forlag, óskar þeim innilega og hjartanlega til hamingju. Hirðljósmyndari Bjarts ver ekki á staðnum, hann var úti á sjó, en vinur og velgjörðarmaður náði að smella mynd af hinum tilnefndu.