Stórblaðið Independent skrifar magnaðan dóm um Hjarta mannsins í gær, miðvikudaginn 25. mars. Á síðu 46. „Words from a remote island for a universal audience,“ er yfirskrift greinarinnar, sem Boyd Tonkin skrifar.
Hann fer fögrum orðum um Hjarta mannsins og Harma englanna, og segir þríleikinn allan vera mannbætandi. Þýðing Philips Roughton er listilega gerð, segir gagnrýnandi, og texti Jóns Kalmans bærist og glitrar einsog íslenskur sjór á sumardegi!
Hér má sjá umfjöllun Independent.
MacLehose Press er útgefandi Jóns Kalmans á Bretlandi og í Ameríku.
Það er mikið gleðiefni að þýddar bókmenntir fái aðra eins umfjöllun í stórblöðum einsog The Independant, og verða höfuðstöðvar Bjarts lokaðar í hádeginu á morgun, föstudag, en þá munu starfsmenn og velunnarar gera sér glaðan dag af þessu gleðilega tilefni.