VIÐ – næsta bók í neon

Fréttir

VIÐ – næsta bók í neon

Fyrsta bók þessa dýrlega árs 2015 verður bókin VIÐ eftir David Nicholls. Þetta er dásamlega ljúf og og vel skrifuð saga eftir höfund ástarsögunnar Einn dagur, sem snerti marga lesendur.

Hjón á miðjum aldri halda í menningarreisu um Evrópu með unglinginn – hjónabandið stendur á brauðfótum og feðgarnir ná ekki sérstaklega vel saman. Það er stór spurning hvort menningarreisur séu allra meina bót.

David Nicholls hefur einstakt lag að segja skemmtilega frá dagsdaglegum hlutum, þannig að maður einhvern veginn sér heiminn í nýju (og bjartara, ekki veitir af í febrúar!) ljósi.


Eldri fréttir Nýrri fréttir