Bók sem gleður og grípur mann með sér!

Fréttir

Bók sem gleður og grípur mann með sér!

Nú verða sagðar Kiljufréttir: „Skemmtileg,“ sagði Þorgeir Tryggvason í Kiljunni í gær, um skáldsöguna 1983 eftir Eirík Guðmundsson. „Hún gladdi mig þessi bók.“ Hann sagði að þeir sem hefðu heyrt Eirík flytja pistla sína í útvarp ættu að kannast við stílinn; hugrenningatengslaflæði og endurtekningum beitt á skemmtilega persónulegan hátt. „Það besta sem hann hefur gert,“ sagði Friðrika Benónýsdóttir, sem bætti því við að þegar hún hefði lesið hans fyrstu bók, 39 þrep á leið til glötunar, hefði hana langað til að hlaupa út að götu og leita að öðrum lesanda bókarinnar til að tala um hana! Friðrika nefndi hugrenningatengslin og endurtekningarna og  “hvernig hann stekkur út um víðan völl og grípur mann með sér.“  


Eldri fréttir Nýrri fréttir