Bjartur leitar að neon-áskrifanda! Konu sem kom í forlagsverslunina í dag!

Fréttir

Bjartur leitar að neon-áskrifanda! Konu sem kom í forlagsverslunina í dag!

Bjartur lýsir eftir neon-áskrifanda: Ungri konu, sem kom í forlagsverslunina Bræðraborgarstíg um miðjan dag í dag (fimmtudag), ásamt vinkonu sinni (eða frænku? Eða systur?). Alla vega voru konurnar tvær.

Konan sem um ræðir keypti hina stórkostlegu japönsku bók Ráðskonan og prófessorinn, sem kom út í neon-bókaflokki Bjarts á síðasta ári, og hafði á orði að hún ætlaði  bókina til gjafar.

Konan hefur verið neon-áskrifandi um langt árabil og velur oft vandlega úr neon-bókum ársins, þegar hún kaupir jólagjafir handa þeim sem henni þykir vænst um.

Þau leiðu mistök urðu hins vegar í forlagsversluninni í dag, að unga konan, neon-áskrifandinn, var of-rukkuð! Þessu komumst við að í lok dags – og viðkomandi ætti að átta sig um leið – og við biðjum konuna því endilega, og sem fyrst, að leggja leið sína aftur í forlagsverslunina og við gerum upp þessar syndir! 

– Forlagsverslunin er opin á skrifstofutíma (9-5) virka daga.

Laugardaginn 20. desember verður opið 12-16. 

Sunnudaginn 21. desember: Lokað.

Mánudaginn 22. desember (virkur dagur) 9-5.

Þriðjudag – Þorláksmessu: opið 14-18.

Aðfangadag: Lokað.


Eldri fréttir Nýrri fréttir