Allt um og fyrir ástina! Frábær ritdómur í Víðsjá

Fréttir

Allt um og fyrir ástina! Frábær ritdómur í Víðsjá

„Verkið er því ekki einungis áhugaverð ástarsaga,“ sagði Fríða Björk Ingvarsdóttir í Víðsjá í gær, „heldur krufning á því sem knýr okkur áfram sem einstaklinga í leit að vandfundinni hamingju og einingu gagnvart öðrum.“

Fríða Björk flutti frábæran pistil um Ástarmeistarann eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Höfundur tæpir á flestu sem við þekkjum sem vörður á krókóttum vegum ástarinnar; gráum fiðringi, tantra, fjölást, framhjáhaldi, giftingum, klámvæðingu, siðferði, fordómum og ýmsum öðrum tímanna táknum. Fyrst og síðast fjallar Ástarmeistarinn þó um um glímu einstaklingsins við eigin hugmyndir um sjálfið.“

 

Pistilinn í heild sinni má lesa eða hlusta á hér.

 


Eldri fréttir Nýrri fréttir