„Afar áhrifamikil – svo ekki sé meira sagt“

Fréttir

„Afar áhrifamikil – svo ekki sé meira sagt“

Fimmtudaginn 6. mars fögnum við útgáfu bókarinnar Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur í Eymundsson, Austurstræti, kl. 17 og eru allir velkomnir. Hljóðin í nóttinni er „afa áhrifamikil – svo ekki sé meira sagt,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

 

Hljóðin í nóttinni er í senn saga um hyldjúpa sorg og óbilandi lífskraft. Saga sterkrar konu sem brýtur af sér hlekki fortíðarinnar og horfist í augu við það fegursta – en líka það hryllilegasta – í lífinu.

 

„Eina nóttina vaknaði ég og kallaði á mömmu en það kom ekkert svar. Ég fór fram úr og inn í eldhús, þar var enginn. Samt var eins og einhver hefði verið þarna nýlega; tóbaksfnykur í loftinu, öskubakkinn fullur af stubbum sem sumir voru með varalit, flaska á borðinu með einhverjum vökva.“

 

Átakanlegar örlagsögur sem mótuðu líf lítillar stúlku og foreldra hennar á sjöunda áratug síðustu aldar. Hörð lífsbarátta í eymd og niðurlægingu í Höfðaborginni í Reykjavík. Og sársaukafullt uppgjör við margt af því ljótasta sem lífið hefur upp á að bjóða.

 

Hljóðin í nóttinni er 252 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði kápuna. Bókin er prentuð í Odda.


Eldri fréttir Nýrri fréttir