Fréttir

Ólafur Jóhann með fullt hús!

Ólafur Jóhann með fullt hús!

Sakramentið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er „heillandi“, „kraftmikil“, „meistaralega upp byggð“ og aðalpersónan ógleymanleg að mati gagnrýnenda í Bandaríkjunum. Öll helstu fagtímarit vestra, sem birta umsagnir um bækur í aðdraganda að útgáfu þeirra, hafa borið einróma lof á bókina en hún kemur út þar í landi í byrjun desember. Afar sjaldgæft er að þessir miðlar séu sammála í hrósi sínu á væntanlegum bókum. Sakramentið var fyrst gefið út á Íslandi fyrir tveimur árum og hlaut afar góðar viðtökur.  Jafnvægið milli réttlætis og hefndarGagnrýnandi Kirkus Review skrifar í umsögn sinni: „Lestur Sakramentisins skilur eftir sig góða tilfinningu en tekur um leið...

Meira →


Hlýtur þú Svartfuglinn 2020?

Hlýtur þú Svartfuglinn 2020?

Frestur til að skila inn handritum í samkeppnina um Svartfuglinn 2020 er til 1. janúar næstkomandi. Rithöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til þessara glæpasagnaverðlauna í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld, fyrir tveimur árum. Eva Björg Ægisdóttir hlaut verðlaunin fyrst allra fyrir sína Marrið í stiganum sem varð ein mest selda skáldsaga ársins. Sagan er væntanleg á ensku á næsta ári og nefnist The Criek on the Stairs. Í ár hlaut Eiríkur P. Jörundsson verðlaunin fyrir Hefndarengla. Verðlaunin eru veitt fyrir handrit að áður óbirtri glæpasögu og er við það miðað að sagan komi út hjá Veröld í upphafi Viku bókarinnar í...

Meira →


Ian McEwan hlaut Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

Ian McEwan hlaut Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

Katrín Jakobsdóttir afhenti breska skáldjöfrinum Ian McEwan Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í Veröld - húsi Vigdísar fimmtudaginn 19. september við hátíðlega athöfn. Sama dag kom út bók hans Vélar eins og ég hjá Bjarti. Í Veröld flutti Árni Óskarsson þýðandi bókarinnar stutt erindi um höfundinn en McEwan ræddi síðan um líf sitt og list og fór vítt yfir sviðið. Hann ræddi meðal annars um Sjálfstætt fólk, afdrifaríka dvöl sína á sjúkrahúsi í Trípólí sem átta ára drengur, feril sinn í skáldskap en gaf líka ungum höfundum þetta góða ráð: finnið ykkur tíma á hverjum degi til að vera ein með sjálfum ykkur og án...

Meira →


Rýmingarsalan að hefjast!

Rýmingarsalan að hefjast!

Rýmingarsala bókaútgefenda hefst kl. 10.00 þann 12. september í Holtagörðum. Hún stendur yfir til 6. október og verða þar á boðstólum bækur frá öllum stærstu útgefendum landsins. Það er fínt að versla á netinu en það jafnast ekkert á við að þreifa á bókunum, finna ilminn af þeim - og láta freistast!

Meira →


Annálar Nóbelsskálds

Annálar Nóbelsskálds

„Annálar eru einstaklega góð bók, satt að segja frábær. Ef þú ert ekki kjökrandi af þakklæti í lokin, þá hefur aldurinn farið illa með þig,“ sagði gagnrýnandi The Times um meistaraverk Bobs Dylan sem nú er á leið í verslanir í snilldarþýðingu Guðmundar Andra Thorssonar. Hér kynnumst við meðal annars hinu unga söngvaskáldi sem kemur til New York-borgar árið 1961 til þess að freista gæfunnar og sjáum hina kraumandi borg með hans augum, í bland við minningar, sumar nístandi sárar og harðar og ljóðrænar athugasemdir. Dylan hlaut sem kunnugt er Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2016.  Guðmundur Andri ritar eftirmála að bókinni sem...

Meira →