Ian McEwan hlaut Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

Ian McEwan hlaut Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness
Katrín Jakobsdóttir afhenti breska skáldjöfrinum Ian McEwan Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í Veröld - húsi Vigdísar fimmtudaginn 19. september við hátíðlega athöfn. Sama dag kom út bók hans Vélar eins og ég hjá Bjarti. Í Veröld flutti Árni Óskarsson þýðandi bókarinnar stutt erindi um höfundinn en McEwan ræddi síðan um líf sitt og list og fór vítt yfir sviðið. Hann ræddi meðal annars um Sjálfstætt fólk, afdrifaríka dvöl sína á sjúkrahúsi í Trípólí sem átta ára drengur, feril sinn í skáldskap en gaf líka ungum höfundum þetta góða ráð: finnið ykkur tíma á hverjum degi til að vera ein með sjálfum ykkur og án sambands við internetið en Sjálfstætt fólk kenndi okkur líka að það mætti ekki gera of mikið af þessu. Hér má sjá upptöku af viðburðinum.

Eldri fréttir Nýrri fréttir