Randalín og Mundi í Leynilundi eftir Þórdísi Gísladóttur fær fjórar stjörnur í Fréttablaði dagsins! Það er Halla Þórlaug Óskarsdóttir sem skrifar og nú gefum við henni orðið: Sagan um Randalín og Munda í Leynilundi er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi eftir Þórdísi Gísladóttur sem kom út árið 2012. Sú hlaut Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana sama ár. Nýja bókin um
Út er komin hjá Veröld glæpasagan Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur. Fjögurra manna hópur fer að sinna viðhaldi í Þrídrangavita úti fyrir suðurströndinni – þaðan sem enginn kemst lifandi nema í þyrlu. Fjölskylda snýr heim eftir íbúðaskipti en hvorki finnst tangur né tetur af gestum þeirra. Og ung lögreglukona rekst á áratuga gamla skýrslu um eiginmann
Gröfin á fjallinu fær ferfalt húrrahróp og fagnaðarlæti í Morgunblaði dagsins! Steinþór Guðbjartsson segir einfaldlega að höfundarnir séu á meðal bestu spennusagnahöfunda Norðurlanda og þótt víðar væri leitað. Sagan líður vel, dettur aldrei niður, stíllinn er góður og þýðingin góð, segir Steinþór, og gefur þessari bók fjórar stjörnur. Það gerir ritstjórn Bjarts sömuleiðis … en þetta
„Fórnarlömb greddunnar eða líf í Svartfjallalandi,“ er yfirskrift ritdóms Ólínu Þorvarðardóttur um smásagnasafn Dags Hjartarsonar, Eldhafið yfir okkur, í DV í dag. Hún gefur Degi þrjár og hálfa stjörnu og segir Dag skáld sem eigi erindi. Segja má að helstu persónur smásagnasafnsins Eldhafið yfir okkur eftir Dag Hjartar- son, sem bókaútgáfan Bjartur gaf út
Bókamessa verður haldin í Ráðhúsinu um helgina. Glæsileg dagskrá bæði laugardag og sunnudag, frá klukkan 12 til 6. Komið fagnandi og skoðið bækurnar okkar, klappið þeim og flettið, dáist að þeim … og kaupið! Stanslaust stuð og allir velkomnir!