Út er komin hjá Veröld spennusagan Þrjár sekúndur eftir Roslund & Hellström. Piet Hoffmann er flugumaður sænsku lögreglunnar innan pólsku mafíunnar. Fjölskylda hans veit ekki einu sinni að hann lifir tvöföldu lífi. En þegar hann neyðist til að taka að sér stórt verkefni fyrir mafíuna er hann skyndilega einn á báti og með dauðann á hælunum.
Fávís mær heitir nýjasta bókin í neon, sem hefur verið dreift til áskrifenda og kemur í bókaverslanir í dag, miðvikudag. Þetta er gullfalleg en hljóðlát saga, sem gerist í Evrópu millistríðsáranna. Höfundurinn, Ida Simons, hefur verið kölluð Jane Austen hinna flæmskumælandi landa, en hún fæddist árið 1911 og lést 1959, rétt eftir að bókin kom
Dauðaslóðin eftir Söru Blædel skýst beint á topp metsölulista Eymundssonar, en bókin kom út í síðustu viku. „Sara Blædel er glæpasagnahöfundur í hæsta gæðaflokki,“ segir íslenski metsöluhöfundurinn og orðuhafinn Yrsa Sigurðardóttir, sem hefur verið aðdáandi Söru um langt skeið. Í Dauðaslóðinni er það Louise Rick – yfirmaður mannshvarfadeildarinnar hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn – sem stýrir leit
Út er komin bókin Mínímalískur lífsstíll – það munar um minna eftir Áslaugu Guðrúnardóttur, fréttakonu. Við fögnum útgáfunni með bóksölum í verslun Eymundssonar á morgun, fimmtudag, klukkan fimm. Höfundur segir frá bókinni og boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir!
Á morgun hefjum við nýtt ár, samkvæmt tímatali Bjarts, með útgáfu nýrrar bókar eftir dönsku glæpasagnadrottninguna Söru Blædel. Í dag er hinn dásamlegi þrettándi, einn besti dagur ársins, því einsog það er alltaf dásamlegt þegar jólin koma er næstum því enn betra að kveðja þau aftur og þakka fyrir sig, og hefja nýtt og hressilegt