Danska glæpasagnadrottningin skýst beint á toppinn!

Fréttir

Danska glæpasagnadrottningin skýst beint á toppinn!

Dauðaslóðin eftir Söru Blædel skýst beint á topp metsölulista Eymundssonar, en bókin kom út í síðustu viku. „Sara Blædel er glæpasagnahöfundur í hæsta gæðaflokki,“ segir íslenski metsöluhöfundurinn og orðuhafinn Yrsa Sigurðardóttir, sem hefur verið aðdáandi Söru um langt skeið.

Í Dauðaslóðinni er það Louise Rick – yfirmaður mannshvarfadeildarinnar hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn – sem stýrir leit að dreng sem felur sig í skóginum rétt hjá æskuslóðum hennar. Dauðaslóðin er grasi gróinn stígur í skóginum við Hróarskeldu. Áður var hinum deyjandi ekið eftir þessum stíg út að stóru eikartré þar sem guðunum var fórnað blóði, til að auðvelda þeim för sína yfir í annan heim. Nú bendir allt til þess að umferð um slóðina sé hafin á ný.


Eldri fréttir Nýrri fréttir