Skilafrestur til 1. mars!

Skilafrestur til 1. mars!

Frestur til að skila inn handritum í samkeppnina um glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn 2022 er til 1. mars næstkomandi. Bókin kemur síðan út hjá Veröld snemma hausts, samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands.  Verðlaunin nema 500.000 krónum, auk þess sem höfundi býðst samningur við umboðsmanninn David Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrst allra Svartfuglinn fyrir Marrið í stiganum sem kemur nú út víða um lönd. Hún hlaut rýting Samtaka breskra glæpasagnahöfunda árið 2021 í flokkinum frumraun ársins („New Blood“) og er það í fyrsta skipti sem þýdd bók fær verðlaunin. 

Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra og alþingismaður hlaut Svartfuglinn árið 2020 fyrir glæpasöguna SykurEiríkur P. Jörundsson bar sigur úr býtum í samkepnninni árið 2019 fyrir bók sína Hefndarenglar og í fyrra var það Unnur Lilja Arardóttir fyrir Höggið

Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Handritum skal skilað í þremur eintökum til Veraldar á Víðimel 38.

Yrsa og Ragnar skipa dómnefndina ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar.


Eldri fréttir Nýrri fréttir