Aftur barst Bjarti góður dómur lesanda. Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur og leikstjóri las Allt eða ekkert eftir Nicolu Yoon. Ég missti af strætóstoppistöðinni því ég gleymdi að líta upp úr bókinni sem ég var að lesa, Allt eða ekkert eftir Nicolu Yoon og þurfti að hlaupa móð og másandi til baka. Þetta er hið svokallaða
Bjarti barst bókadómur. Katrín Gunnarsdóttir er bóksali í Eymundsson Austurstræti. Hún las Allt eða ekkert eftir Nicolu Yoon og leyfði okkur að birta gagnrýni sína. Madeline er átján ára „loftbólubarn“ – hún hefur verið innilokuð á heimili sínu frá því hún var ungabarn vegna þess að hún er með sjaldgæfan ónæmiskerfissjúkdóm sem veldur því að
„Þræðirnir liggja víða, fléttan er vel ofin og púslin falla vel saman í lokin,“ segir Steinþór Guðbjartsson í Morgunblaðinu. „Flott flétta hjá Ragnari,“ segir þar og fjórar stjörnur, hvorki meira né minna!
„Þessi bók finnst mér eiga heima með allra bestu spennusögum sem eiga það sameiginlegt að teygja sig út fyrir ramma sögunnar og ávarpa samfélagsvanda sem brýn þörf er á að horfast í augu við,“ segir Brynhildur Björnsdóttir í Fréttablaðinu um Aflausn Yrsu Sigurðardóttur og gefur bókinni fjórar stjörnur. Niðurstaða hennar er ótvíræð: „Einkar góð glæpasaga
Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur er glæpasaga ársins í Bretlandi, að mati gagnrýnenda Sunday Times. Bókmenntagagnrýnendur blaðsins völdu um helgina bækur ársins í fjórum flokkum: trylli, glæpasögu, sögulega skáldsögu og smásögur. Það er skammt stórra högga á milli hjá Yrsu því að á laugardaginn skrifaði gagnrýnandi The Times um Lygi að þessi grípandi lesning staðfesti að