Fréttir

Frí heimsending um helgina!

Frí heimsending um helgina!

Sumir segja Svartur fössari eða Cyper Monday - við segjum einfaldlega JÓL og frí heimsending! Við bjóðum öllum sem versla hérna á síðunni fría heimsendingu nú um helgina og gildir það til miðnættis á mánudagskvöld (þó aðeins innanlands). Það eina sem þú þarft að gera er að slá inn afsláttarkóðann JÓL þegar þú lýkur kaupunum.

Meira →


Útgáfusexa í Bíó Paradís

Útgáfusexa í Bíó Paradís

Blásið er til mikillar útgáfuhátíðar á vegum Bjarts & Veraldar í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20. Sex rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum: Guðrún Eva Mínervudóttir (Ástin Texas), Sigurjón Bergþór Daðason (Óbundið slitlag), Þórdís Helgadóttir (Keisaramörgæsir), Kamilla Einarsdóttir (Kópavogskrónika), Benný Sif Ísleifsdóttir (Gríma) og Ármann Jakobsson (Útlagamorðin). Hamingjutími á barnum, bækur á tilboðsverði og ógleymanlegur upplestur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Meira →


Sprellfjörug ævintýrasaga

Sprellfjörug ævintýrasaga

Út er komin hjá Veröld bókin NÍU LÍF Gísla Steingrímssonar ævintýramanns úr Eyjum eftir Sigmund Erni Rúnarsson. Það er vægast sagt ótrúlegt að einn og sami maðurinn skuli hafa lifað af hvert sjóslysið á fætur öðru, sloppið lifandi úr filippeysku fangelsi þar sem dauði  og eymd eru daglegt brauð, þolað að týnast í brennheitri ástralskri eyðimörk og bjargast fyrir tilviljun úr loftlausum skipstanki. Og þegar hann flutti loksins aftur heim til Eyja byrjaði að gjósa í bakgarðinum hjá honum. Saga Eyjapeyjans Gísla Steingrímssonar sýnir og sannar að veruleikinn getur verið lygilegri en nokkur skáldskapur. Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar sögu Gísla eins...

Meira →


Einlæg, grípandi og ögrandi

Einlæg, grípandi og ögrandi

Út er komin hjá Veröld skáldsagan Að eilífu ástin eftir Fríðu Bonnie Andersen. Ung íslensk alþýðustúlka brýst til mennta í fatahönnun í París á fjórða áratug síðustu aldar. Þar upplifir hún frjálslynda strauma millistríðsáranna, sogast inn í hringiðu hins ljúfa lífs og kynnist dimmum sölum bak við djúprauð flauelstjöld. Á endanum hrekst hún aftur til Íslands þar sem líf hennar fléttast saman við líf ljósmóðurnema úr betri borgarastétt. Á meðan síðari heimsstyrjöldin er í algleymingi eiga sér stað mikil og afdrifarík átök í lífi þessara kvenna. Að eilífu ástin er fyrsta skáldsaga Fríðu Bonnie Andersen. Þetta er einlæg, grípandi og ögrandi...

Meira →


Stórbrotin sagnalist

Stórbrotin sagnalist

Bjartur bókaútgáfa hefur sent frá sér bókina Ástin Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Bókin er sagnasafn sem kynnt er þannig á kápubaki: „Ef líf mitt væri hugljúf bíómynd hefði ég sest í lótusstellingu fyrir framan grammófóninn við hvert tækifæri og svifið inn í heim klassískrar tónlistar og háleitra tilfinninga. Inn um dyrnar eitt kvöldið hefði gengið fínlegur og listrænn ungur maður, alger andstæða hnakkatískunnar sem reið röftum á þessum tíma, og fallið í stafi yfir afgreiðslustúlkunni sem var svona mikill listunnandi. Við hefðum orðið ástfangin og skapað okkur innihaldsríkt líf saman. Í staðinn lagðist ég undir sjoppueigandann.“ Í þessum tengdu sögum Guðrúnar...

Meira →