Blásið er til mikillar útgáfuhátíðar á vegum Bjarts & Veraldar í Bíó Paradís, Hverfisgötu 54, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20. Sex rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum: Guðrún Eva Mínervudóttir (Ástin Texas), Sigurjón Bergþór Daðason (Óbundið slitlag), Þórdís Helgadóttir (Keisaramörgæsir), Kamilla Einarsdóttir (Kópavogskrónika), Benný Sif Ísleifsdóttir (Gríma) og Ármann Jakobsson (Útlagamorðin). Hamingjutími á barnum, bækur á tilboðsverði og ógleymanlegur upplestur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!