Þúsundir spennandi þeytinga!

Fréttir

Þúsundir spennandi þeytinga!

Út er komin hjá Veröld bókin Allskonar þeytingar fyrir alla eftir Michelle Keogh í þýðingu Margrétar Tryggvadóttur. Hér er á ferðinni óvenjuleg bók sem býður upp á ótrúlega möguleika. Það eru ótal leiðir til að setja saman spennandi þeytinga og í bókinni er að finna uppskriftir að þúsundum girnilegra og hollra drykkja. Síður bókarinnar eru skornar upp í þrennt: grunn, vökva og ábæti, og hver og einn getur raðað saman þeyting að eigin ósk. Með því að fylgja einföldum leiðbeiningum er hægt að útbúa drykki af öllu tagi: morgunþeytinga, næringaríka þeytingar, græna þeytinga, hollustudrykki og þeytinga sem börnin kunna að meta. 

Allskonar þeytingar fyrir alla inniheldur möguleika á samsetningu á meira en 60.000 þeytingum. Margrét Tryggvadóttir þýddi og braut um.


Eldri fréttir Nýrri fréttir