Fréttir — Fréttir

Vestræn sálarfræði, austræn viska og núvitund

Fréttir

Vestræn sálarfræði, austræn viska og núvitund

Út er komin hjá Veröld bókin Hugrækt og hamingja eftir Önnu Valdimarsdóttur sálfræðing. Við viljum öll vera hamingjusöm. Það er bæði gott og eðlilegt markmið að stefna að því að öðlast hamingju í einkalífi og starfi og leggja rækt við huga sinn, sjálfum sér og öðrum til góðs.  Í aðgengilegum og persónulegum texta fjallar Anna

Meira →


Stórfurðuleg & meistaraleg

Fréttir

Stórfurðuleg & meistaraleg

„Bréfabók er stórfurðuleg en jafnframt meistaralega skrifuð skáldsaga,“ skrifar Jóhann Helgi Heiðdal um Bréfabók eftir Mikhail Shishkin á vefmiðilinn Stafarugl. “Verkið er einkennileg blanda af ástarsögu, frumspeki, fantasíu og raunsæi sem rennur vandræðalaust saman í einn farveg í meðförum Shíshkíns.“ Bréfabók kom út í neon-bókaflokki Bjarts í október 2014.

Meira →


Hálfsnert stúlka

Fréttir

Hálfsnert stúlka

Út er komin hjá Veröld skáldsagan Hálfsnert stúlka eftir Bjarna Bjarnason. Útgáfuréttur á bókinni hefur þegar verði seldur til Bretlands. Ung kona finnst illa til reika eftir ellefu ára dvöl í afskekktum skógi í Ástralíu. Sálgreinandi fær það flókna verkefni að komast að því hvað gerðist. Í samtölum þeirra hverfur hún inn í draumkennda frásögn

Meira →


Chineasy opnar leið inn í kínverskuna

Fréttir

Chineasy opnar leið inn í kínverskuna

„Ég tala alls ekki kínversku, en eftir að hafa þýtt bókina úr ensku er ég farin að skilja þó nokkuð af táknum,“ segir Hildigunnur Þráinsdóttir, þýðandi bókarinnar Chineasy, það er leikur að læra kínversku, í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 1. nóv.  Spurð hvort fólk geti lært að tala kínversku af bókinni neitar Hildigunnur því. „Það

Meira →


Sannkölluð veisla!

Fréttir Uncategorized

Sannkölluð veisla!

Sveitasæla – Góður matur gott líf er ný og glæsileg bók úr smiðju matgæðinganna Ingu Elsu Bergþórsdóttur og Gísla Egils Hrafnssonar. Þessi gullfallega og girnilega bók er sannkölluð fróðleiksnáma um matargerð og gæði íslenskrar náttúru. Inga Elsa og Gísli Egill hafa komið sér fyrir í sveitasælunni með dætrum sínum og töfra fram klassíska rétti í

Meira →