Þarmar hafa sjarma!

Fréttir

Þarmar hafa sjarma!

Út er komin hjá Veröld metsölubókin Þarmar hafa sjarma eftir Giuliu Enders. Lykillinn að hamingjuríkara og heilbrigðara lífi býr innra með okkur. Þarmarnir eru ekki síður mikilvægir en heilinn og hjartað – samt veit fólk almennt lítið um starfsemi þeirra. Nú eru vísindamenn hins vegar að átta sig  á því að það sem gerist í meltingarveginum getur skipt máli varðandi fjölmarga þætti í lífi okkar, allt frá offitu og ofnæmi til þunglyndis.

Giulia Enders, sem stundar doktorsnám í læknisfræði í Frankfurt, er óhrædd við að fara inn á svið þar sem fordómar, feimni og fliss hafa verið ráðandi. Skilaboðin eru skýr: Ef við sinnum meltingarveginum af alúð uppskerum við hamingju og vellíðan. En hvernig förum við að því? Þú kemst að því í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók sem farið hefur sigurför um heiminn.

„Enginn hefur skrifað jafn spennandi og skemmtilega um meltinguna.“  Die Stern

„Afar fyndin, blátt áfram og upplýsandi bók.“ taz

„Með ríkulegum húmor og af mikilli ástríðu útskýrir Enders allt sem lesandann langaði og langaði ekki að vita um meltinguna … bráðskemmtileg bók.“ Publishers Weekly

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir þýddi Þarma með sjarma og er bókin 272 blaðsíður að lengd. Ólafur Unnar Kristjánsson hannaði kápu, Jill Enders teiknaði skýrningarmyndir og Eyjólfur Jónsson braut um. Bókin er prentuð í Ísafoldarprentsmiðju.


Eldri fréttir Nýrri fréttir