Chineasy opnar leið inn í kínverskuna

Fréttir

Chineasy opnar leið inn í kínverskuna

„Ég tala alls ekki kínversku, en eftir að hafa þýtt bókina úr ensku er ég farin að skilja þó nokkuð af táknum,“ segir Hildigunnur Þráinsdóttir, þýðandi bókarinnar Chineasy, það er leikur að læra kínversku, í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 1. nóv. 

Spurð hvort fólk geti lært að tala kínversku af bókinni neitar Hildigunnur því. „Það sem hún gerir er að opna manni leið inn í kínverskuna. Þessi táknheimur er svo yfirþyrmandi, yfir þúsund tákn, en með því að skoða Chineasy fær maður smá innsýn inn í það hvernig þetta er og lærir að skilja stuttar setningar. En þú verður ekkert altalandi á kínversku eftir lesturinn.“

 

Viðtalið má sjá hér.

 


Eldri fréttir Nýrri fréttir