Fréttir — Fréttir

Nú byrjar það! Allt komið í hús – og fyrsta endurprentun hafin!

Fréttir Uncategorized

Nú byrjar það! Allt komið í hús – og fyrsta endurprentun hafin!

Það er allt að gerast og hjá Bjarti segjum við: Gleðilegt haust!  Síðustu bækurnar eru komnar í hús, litabókin Týnda hafið kom siglandi frá Danmörku í gær, en hún var prentuð ásamt dönsku systur sinni í útlöndum: og bók Ragnhildar Thorlacius um Brynhildi Georgíu Björnsson er nú komin á lager frá prentsmiðunum í Odda. En

Meira →


Týnda hafið á leið á lager!

Fréttir

Týnda hafið á leið á lager!

Týnda hafið – ný litabók eftir Johönnu Basford, höfund Leynigarðs – er nú um borð í bílaflota Bjarts, á leiðinni frá höfn á lager. Bókinni verður dreift í verslanir í dag og á morgun. Bókin kom út á frummálinu ensku fyrir fáeinum dögum og kemur  nú út í einu landinu á fætur öðru, en litagleðin

Meira →


Óvenjuleg og vel skrifuð bók

Fréttir

Óvenjuleg og vel skrifuð bók

Þórdís Gísladóttir, ljóðskáld, barnabókahöfundur og þýðandi, skrifar um nýjustu neon-bókina, Flugnagildruna, á hinn bráðskemmtilega bókmenntavef Druslubækur og doðrantar. Hún hrósar þessari óvenjulegu bók í hástert; en hún er nefnilega bæði um flugur og svo eiginlega allt annað en flugur. „Þetta er lítið rit sem er alltaf hægt að grípa niður í og lesa nokkrar síður,

Meira →


Sterkari stelpur

Fréttir

Sterkari stelpur

Út er komin hjá Veröld bókin Stelpur – Tíu skref að sterkari sjálfsmynd eftir Kristínu Tómasdóttur. Kynþroski og bólur, foreldrar, vinkonur og vinir, heilsa og lífsstíll, ofbeldi og einelti, sjálfstraust og ást, útlit og heilbrigði, eyðsla og sparnaður … Allt þetta og miklu fleira skiptir unglingsstelpur máli. Í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók leggur metsöluhöfundurinn Kristín

Meira →


Seiðmögnuð skáldsaga

Fréttir

Seiðmögnuð skáldsaga

Út er komin hjá Veröld skáldsagan Endurkoman eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Símtal frá Bretlandi kemur róti á huga hálfíslensks læknis í New York.  Hefur Magnús Colin lifað í blekkingu frá barnæsku? Hefur hann aldrei séð foreldra sína í réttu ljósi? Um leið og Magnús þarf að horfast í augu við fortíð sína fær hann til rannsóknar óþekkta konu

Meira →