Jón Kalman Stefánsson er tilnefndur til hinna alþjóðlegu Man Booker-verðlauna fyrir skáldsögu sína Fiskarnir hafa enga fætur sem kom út hjá Bjarti árið 2013, ásamt þýðanda bókarinnar Phil Roughton. Í fyrstu umferð eru þrettán verk tilnefnd en síðan verður þeim fækkað niður í fimm þann 20. apríl en upplýst verður hver hlýtur verðlaunin þann 14. júní. Við óskum Jóni Kalman og Phil innilega til hamingju með tilnefninguna. Önnur verk sem tilnefnd eru má sjá hér.
Fiskarnir hafa enga fætur hefur áður verið tilnefnd til Bókmennatverðlauna Norðurlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunanna.