Svona á að fagna ljóðinu!

eva rún Fréttir heimsendir ljóð útgáfuboð

Svona á að fagna ljóðinu!

Nýtt ljóðskáld er komið útúr ljóðaskápnum: Eva Rún Snorradóttir sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók í gær, bókina Heimsendir fylgir þér alla ævi.

Af þessu tilefni bauð hún vinum og vandamönnum að fagna með sér og var það dásamleg veisla. Tónlistarkonan Adda söng himinfagurt lag, Eva Rún las upp nokkur ljóð með dyggri aðstoð lítillar frænku sem kaus að deila sviðinu með henni, Snorri, faðir höfundar flutti stutta og skemmtilega tölu, og Hljómsveitin Eva söng nýja lagið, hrikalega fyndið og fallegt, við mikinn fögnuð. 

Hér má sjá myndir úr þessari skemmtilegu veislu.

Svona á að fagna ljóðinu, það segjum við satt.

Ritstjórnin


Eldri fréttir Nýrri fréttir