Svartfuglinn – skilafrestur framlengdur!

Svartfuglinn – skilafrestur framlengdur!

Öllum til hagræðingar hefur skilafrestur í Svartfuglinn verið framlengdur til 10. janúar næstkomandi. Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til þessara í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrst allra verðlaunin í apríl síðastliðnum fyrir Marrið í stiganum sem er ein mest selda bók ársins 2018.

Samkeppnin um Svartfuglinn er ætluð höfundum sem hafa ekki sent frá sér áður glæpasögu. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk hefðbundinna höfundarlauna samkvæmt rammasamningi Félags íslenskra bókaútgefenda og Rithöfundasambands Íslands. Einnig býðst þeim sem sigur ber úr býtum samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem einn af 100 áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015.

 


Eldri fréttir Nýrri fréttir