Opið um helgina!

Opið um helgina!

Okkur þykir óskaplega gaman að komast í beint samband við vini okkar og lesendur. Því viljum við bjóða þér að koma og versla beint við okkur – eða bara koma og spjalla um nýjustu bækurnar (eða þær gömlu) núna um helgina. Opið á skrifstofutíma á morgun, föstudag en á laugardaginn og á Þorláksmessu kl. 12-15.

Margar bækur er að seljast upp, svo sem Kaupthinking eftir Þórð Snæ Júlíusson, Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu, Kópavogskrónika eftir Kamillu Einarsdóttur og fleiri – en við reynum að luma á eintökum!


Eldri fréttir Nýrri fréttir