„Slær út hvaða spennumynd sem er.“

Fréttir Uncategorized

„Slær út hvaða spennumynd sem er.“

Á næstunni er væntanlegur nýr sænskur tryllir hjá Veröld. Þrír bræður bindast órjúfanlegum böndum eftir að móðir þeirra flýr ofbeldisfullan föðurinn. Líf piltanna tekur óvænta stefnu þegar þeir ásamt æskuvini sínum ræna vopnabúr sænska hersins og fara að fremja hin fullkomnu bankarán. Nú hefur fjórði bróðirinn skrifað söguna í samvinnu við metsöluhöfundinn Roslund úr tvíeykinu fræga Roslund & Hellström. Og Spielberg tryggt sér kvikmyndaréttinn.

Dansað við björninn er frábærlega fléttaður og spennandi tryllir en um leið áhrifamikil fjölskyldusaga; saga um bræðrabönd, flókið samband föður og þriggja sona –  og móður sem þráir að komast burt.

Litteraturmagazinet í Svíþjóð sagði í umsögn um Dansað við björninn: „Sagan er svo áhrifamikil að maður hættir að velta fyrir sér hvað er sannleikur og hvað skáldskapur.“ Og í Aftonbladet sagði einfaldlega: „Slær út hvaða spennumynd sem er.“ 


Eldri fréttir Nýrri fréttir