Sannar ástarsögur

Fréttir

Sannar ástarsögur

Út er komin hjá Veröld bókin Ástarsögur íslenskra kvennna í samantekt Maríu Lilju Þrastardóttur og Rósu Bjarkar Bergþórsdóttur. Aldrei áður hefur önnur eins bók komið út. Í fyrsta sinn hefur verið safnað saman reynslusögum íslenskra kvenna af ástinni. Hér er að finna safn af sönnum ástarsögum af öllu tagi eftir konur sem koma hvaðanæva að. Ástarævintýri á Tinder, ástarsaga úr sveit frá síðustu öld, ástarsaga úr miðborg Reykjavíkur – og allt þar á milli.

Sögurnar eru rómantískar og fyndnar, einfaldar og flóknar, harmrænar og gleðilegar; stundum gerast þær á örfáum dögum, stundum á nokkrum áratugum.

María Lilja Þrastardóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir söfnuðu sögunum saman og bjuggu til útgáfu í samráði við konurnar sem hér segja frá.

Bókin er 227 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónnson sá um umbrot og hönnun innsíðna, Krista Hall hannaði kápuna og Oddi prentaði.


Eldri fréttir Nýrri fréttir