„Ljúf, sorgleg og þrungin kærleika“

Fréttir

„Ljúf, sorgleg og þrungin kærleika“

Út er komin hjá Veröld bókin Vegurinn heim lengist með hverjum morgni eftir Fredrik Backman, höfund bókarinnar Maður sem heitir Ove.

Nói og afi hans sitja á bekk og tala saman. Þeir geta rætt um allar lífsins gátur, bæði þær stóru og smáu. Heimur afans er að breytast, hann verður sífellt óreiðukenndari og það verður honum æ erfiðara að kalla fram minningarnar. Það rennur upp fyrir þeim að brátt þurfi þeir að kveðjast.

Fredrik Backman er einn fremsti rithöfundur Norðurlanda. Bækur hans hafa farið sigurför um heiminn og sitja víðsvegar efst á metsölulistum. Hér kemur höfundurinn að lesandanum úr óvæntri átt í lítilli en áhrifamikilli bók.

„Ljúf, sorgleg og þrungin kærleika.“ – Dagens nyheter

„Síður bókarinnar eru hlaðnar gleði, ást og trega.“ – The Book Reporter

Vegurinn heim lengist með hverjum morgni er 70 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Nils Olsson hannaði kápu. Bókin er prentuð í Eistlandi.


Eldri fréttir Nýrri fréttir